Veistu hvað þú mátt hafa mikið af farangri meðferðis án þess að borga aukalega?
Það er ansi misjafnt eftir flugfélögum og áfangastöðum og bráðnauðsynlegt að lesa sér til um reglur hvers flugfélags fyrir brottför. Þess vegna er farangursheimild er eitt af því fyrsta sem þú ættir að skoða áður en þú kaupir þér flugmiða. Sér í lagi með lágfargjaldaflugfélögum. Hvað má hafa mörg kíló meðferðis í innrituðum farangri og/eða handfarangri?
Baggage allowance = Farangursheimild
Excess baggage = Yfirvigt
Cabin baggage - Hand baggage – Carry-on luggage = Handfarangur
Hold luggage - Checked luggage = Innritaður farangur
Hér fyrir neðan finnurðu reglur íslensku flugfélaganna Icelandair og Wow Air.
- Icelandair handfarangur - innritaður farangur - yfirvigt
- Wow Air farangur (tekið er gjald fyrir innritaðan farangur)
Lággjaldaflugfélög leyfa minnstan farangur og mörg þeirra taka sérstakt gjald fyrir innritaðan farangur sbr. Wow Air, Ryanair og EasyJet. Það er líka gott fyrir þig að vita að það er oft mun ódýrara að gera strax ráð fyrir innrituðum farangri þegar þú bókar miðann og gjaldið, í stað þess að mæta með auka farangur á völlinn við brottför og reiða þar. Kostnaður við yfirvigt er mikill.
Varðandi þyngd handfarangurs og innritaðs farangurs er ástæða til að taka fullt mark á kílóatölum hjá lággjaldaflugfélögunum. Handfarangur er gjarnan vigtaður nákvæmlega. Endurtek nákvæmlega. Það getur þýtt "svitabað", stress og aukakostnað ef ekki er verið innan markanna.
Hér finnurðu reglur tveggja vinsælla lággjaldaflugfélaga.
Besta ráðið er að ferðast með eins lítinn farangur og mögulegt er ef hluti ferðar fer fram með lággjaldafélögum. Athugaðu að einungis ein taska er leyfileg í handfarangri hjá sumum flugfélögum.
Hjá lággjaldaflugfélögum eins og Ryanair þarf allt að rúmast í einni tösku í handfarangri – tölva o.s.frv.
Kannaðu einnig vel reglur um vökva í handfarangri, hverjar þær eru og hvort þær hafa tekið breytingum.