Hér kemur tillaga að ferð til Toskanahéraðs á Ítalíu fyrir ferðalanga sem eru að koma í fyrsta sinn til Toskana.
Hvernig ferð?
Vikuferð til Toskana á tímabilinu mars - október. Dvalarstaðir eru tveir. Bærinn Fiesole í 4 nætur (eða annar smábær í nágrenni Flórens) og Siena (3 nætur). Dvalið á hóteli, gistiheimili, B&B o.s.frv. Einnig hægt að dvelja í sumarhúsi. Bílaleigubíll allan tímann.