Hér kemur tillaga að ferð til Toskanahéraðs á Ítalíu fyrir ferðalanga sem eru að koma í fyrsta sinn til Toskana.
Hvernig ferð?
Vikuferð til Toskana á tímabilinu mars - október. Dvalarstaðir eru tveir. Bærinn Fiesole í 4 nætur (eða annar smábær í nágrenni Flórens) og Siena (3 nætur). Dvalið á hóteli, gistiheimili, B&B o.s.frv. Einnig hægt að dvelja í sumarhúsi. Bílaleigubíll allan tímann.
Flogið til London á hagstæðasta fargjaldi og þaðan til Pisa eða Flórens.
Dæmi um flugfélög frá London: Ryanair, EasyJet, Meridiana Fly, Vueling.
Panta bílaleigubíl:
Bílaleigubíll í gegnum Ferðalang
Panta gistingu:
Gisting í Fiesole (rétt hjá Flórens)
Gisting í Siena
Gisting víðar í Toskana
Ferðaáætlun:
Flogið frá London til Pisa eða Flórens.
Tekinn bílaleigubíll á flugvellinum og ekið til bæjarins Fiesole rétt við Flórens þar sem gist er í fjórar nætur og gert út þaðan. Seinni helming ferðarinnar er gist í borginni Siena. Þessi tilhögun er auðveldari fyrir þá sem eru á bílaleigubíl.
Áfangastaðir og skoðunarferðir:
Þar sem þetta er fyrsta heimsókn til Toskana er lögð áhersla á að skoða vel þekkta og fræga staði.
- Fiesole
Njótið þess að eiga a.m.k. heilan dag í Fiesole og kynnast því sem þessi ævaforni bær hefur upp á að bjóða ásamt útsýninu yfir héraðið í kring. - Flórens
Strætisvagn nr. 7 fer á milli Fiesole og Flórens á 15-30 mín. fresti og tekur 20 mínútur.
Það er alveg lágmark að eyða tveimur dögum í Flórens. Hér gæti verið góð hugmynd að fara í sérskipulagða skoðunarferð um Flórens. - Pisa og Lucca
Það eru um 90 km frá Fiesole til Pisa. Á milli Pisa og Lucca eru 23 km.
Hægt er að heimsækja bæði Pisa og Lucca í einni langri dagsferð ef svo ber undir, allt eftir áhugasviði og tíma. - Siena
Frá Fiesole til Siena eru 83 km. Njótið fegurðar Toskanahéraðs á leiðinni. Gætið þess að bílastæði fylgi gistingunni og að aðkoma fyrir bíla sé auðveld. Hér er upplagt að dvelja í þrjár nætur. Notið að minnsta kosti 1-2 daga í Siena. - San Gimignano
Miðaldabær í sérflokki. Frá Siena eru um 40-50 km til San Gimignano eftir því hvaða leið er valin. Leggið bílnum á bílastæðum sem eru vel merkt þegar komð er að bænum (greitt fyrir). Síðan er haldið fótgangandi inn í þennan fallega bæ. Þarna er auðveldlega hægt að eyða hálfum degi og jafnvel lengur er svo ber undir. Skemmtilegast er að njóta kvöldstundar eftir að myrkrið er skollið á. Gæta þess að bílastæðin séu opin…