Þegar þú ætlar að finna hótel í London er gott að spyrja sig eftirfarandi spurninga:
- Hversu mikið ertu tilbúinn að borga fyrir gistingu?
- Hvar í London er þægilegast að vera miðað við erindið (ráðstefna - leikhús - verslunarferð - annað)?
- Hversu þægilegt er að komast á milli, t.d. flugvallar og hótels?
- Athugaðu að ódýr gisting í úthverfum London kallar oft á meiri kostnað við samgöngur.
Hér á eftir verða talin upp nokkur hótel og íbúðahótel í hverfum miðsvæðis í London. Sum þeirra þekkir Ferðalnagur af eigin raun, önnur eru vel staðsett og fá ágætar umsagnir gesta.
Ódýrari hótel
Þú getur fundið ódýrari hótel í úthverfum London. Slíkt hentar mögulega betur þeim sem leggja mikið upp úr hótelherberginu og eru á móti tilbúnir að greiða meira fyrir samgöngur ef því er að skipta.
Morgunmatur
Það er þægilegt að hafa morgunmat innifalinn í verðinu gistingarinnar, hann getur orðið býsna dýr ella. Þess ber þó að geta að oft eru litlir matsölustaðir eða kaffihús nálægt helstu hótelum sem bjóða upp á ódýran morgunmat.
Adria Hotel
Adria Hotel er ákjósanlegur og hagkvæmur kostur fyrir þá sem lenda á Heathrow flugvelli og vilja ekki búa alveg í miðborginni. Hótelið liggur miðja vegu milli Heathrow flugvallar og miðborgar London, í Hammersmith hverfinu. Þá er þægilegt að taka Piccadilly jarðlestina (20 mín.) frá Heathrow flugvelli, fara úr á Hammersmith stöðinni og ganga 3ja mínútna gang að hótelinu.
Frá hótelinu er síðan 20 mín. ferð með Piccadilly jarðlestinni inn í hjarta London. Adria stendur við við rólega götu en er þó aðeins í 2ja mín. fjarlægð frá tveimur verslunarhverfum, veitingastöðum og kaffihúsum.
Hótel í nokkrum hverfum í London
Bayswater
72QT
Ágætt lítið 16 herbergja hótel gegnt Hyde Park, rétt hjá Queensway jarðlestarstöðinni. Buckingham Palace og Westminster dómkirkjan eru hinum megin við Hyde Park og Notting Hill í 20 mín. göngufæri.
Royal Court Apartments**
Þægilega staðsett íbúðahótel rétt hjá Hyde Park. Í göngufæri við Oxford Street, Marble Arch og Paddington Station. Næsta jarðlestarstöð er Lancaster Gate.
Best Western Mornington Hotel***
Hótelið er í 5 mín. göngufæri frá Lancaster Gate og Paddington jarðlestarstöðvunum. Heathrow Express lestin er í göngufæri sem og Oxford Street.
Blakemore Hotel***
Frá hótelinu er 5 mín. gangur í Hyde Park og Kensington Gardens. Í nágrenninu er m.a. hin fræga verslun Harrods, Madame Tussauds, Buckingham Palace, London Eye og Piccadilly Circus.
Henry VIII****
Örstutt frá Hyde Park og Kensington Gardens. Paddington lestarstöðin og Notting Hill í næsta nágrenni. Líkamsrækt og innisundlaug.
Ramada London Hyde Park****
Rétt við Hyde Park og Kensington Gardens. Stutt að fara með jarðlest á Oxford Street. Næstu jarðlestarstöðvar eru t.d. Queensway, Notting Hill og Bayswater. Paddington járnbrautarstöðin í nágrenninu.
Shaftesbury Premier London Notting Hill****
Á rólegum stað í hjarta Bayswater. Nálægt Queensway, Hyde Park og Notting Hill.
Bloomsbury
Arosfa
Lítið, fjölskyldurekið hótel/B&B á góðum stað við Gower Street. British Museum og Oxford Street í göngufæri sem og margt annað.
Alhambra Hotel**
Rétt hjá Kings Cross og St. Pancras lestarstöðinni. Vel staðsett fyrir þá sem eru á leið í Eurostar á St. Pancras. Um 20 mín. gangur í British Museum. Greið leið með jarðlest í Covent Garden og á Heathrow flugvöll með Piccadilly.
Crestfield Hotel***
Staðsett í aðeins 100 m fjarlægð frá King's Cross jarðlestarstöðinni og St. Pancras. Engin lyfta.
Gower House Hotel**
Gower Street, Bloomsbury. Fjórar neðanjarðarlestarstöðvar, British Museum og bókabúðin Waterstone's í næsta nágrenni. 15 mínútna gangur á Oxford Street og stutt í leikhúsin í West End.
Mercure London Bloomsbury Hotel****
Staðsett í West End, Bloomsbury. Í nágrenni við British Museum og Covent Garden. Næsta jarðlestarstöð er Russell Square. Einnig stansar Airbus rétt hjá.
Radisson Blu Edwardian Kenilworth Hotel****
Góð staðsetning. Aðeins 50 m frá British Museum. Líkamsrækt. Oxford Street og Covent Garden í göngufæri.
Regency House Hotel**
Við Gower Street. Fjórar jarðlestarstöðvar í næsta nágrenni. British Museum og bókabúðin Waterstone's í næsta nágrenni. 15 mínútna gangur á Oxford Street og stutt í leikhúsin í West End.
St. Giles Hotel & Leisure Club***
Margir Íslendingar þekkja St. Giles sem er ákaflega vel staðsett fyrir þá sem vilja dvelja í hjarta West End og rétt hjá Oxford Street. Allt það helsta í göngufæri. Næsta jarðlestarstöð er Tottenham Court Road. Aðgangur að líkamsræktarstöð og sundlaug.
Staunton Hotel - B&B****
Við Gower Street. Goodge Street jarðlestarstöðin í næsta nágrenni. Leicester Square, Piccadilly Circus og Covent Garden í 15 mínútna göngufæri. Verslanir í Oxford Street, Soho, Chinatown og Trafalgar Square í seilingarfjarlægð.
The Academy****
Við Gower Street. Goodge Street jarðlestarstöðin í næsta nágrenni. Leicester Square, Piccadilly Circus og Covent Garden í 15 mínútna göngufæri. Verslanir í Oxford Street, Soho, Chinatown og Trafalgar Square í seilingarfjarlægð.
The Generator***
Stórt og líflegt hostel við Russell Square, mikið notað af bakpokaferðalöngum.
Marylebone
Marylebone Lodge**
Íbúðahótel í 2ja mín. fjarlægð frá Marylebone jarðlestarstöðinni. 10 mínútna gangur í Madame Tussauds og London Planetarium. 15 mín. gangur í Regent's Park.
Montcalm Hotel*****
Mjög gott hótel í rólegri götu, rétt hjá Marble Arch jarðlestarstöðinni, Hyde Park, Oxford Street og Mayfair.
Radisson SAS Portman Hotel****
Staðsett við Portman Square nálægt Marble Arch. Oxford Street og Bond Street í göngufæri. Líkamsrækt. "Business centre".
The Mandeville Hotel****
Staðsett í West End, Marylebone, í nágrenni við hið vinsæla hverfi Mayfair. Madame Tussauds í næsta nágrenni.
The Marylebone Hotel****
Stutt frá Bond Street og Oxford Street. Gott "business centre" á hótelinu. Líkamsrækt/sundlaug.
Wigmore Court Hotel***
Lítið, fjölskyldurekið hótel í hjarta London, aðeins 3ja mín. ganga niður á annan enda Oxford strætis og 5 mín. ganga að Marble Arch, Baker Street og Bond Street jarðlestarstöðvunum. Engin lyfta.
Mayfair
The Chesterfield Mayfair****
Eitt af bestu hótelum London. Rétt hjá Berkeley Square. Líkamsrækt, gott "business centre". Loftkæld herbergi. Góður veitingastaður.
Theatreland (Soho - Covent Garden)
Best Western Premier Shaftesbury Hotel****
Staðsett í hjarta London rétt við Piccadilly Circus og Leicester Square. Stutt í leikhúsin og veitingastaðina. Chinatown og Soho eru í nágrenninu.
Strand Palace Hotel***
Gott hótel í London West End í nágrenni Adelphi, the Vaudeville og fleiri leikhúsa. Barir og veitingahús á hverju strái. Charing Cross lestarstöðin í 4ra mín. göngufæri. Stutt í verslanir í Covent Garden. The Royal Opera House er í 5 mín. fjarlægð.
Westminster (Pimlico)
Dolphin House****
Íbúðir í Pimlico, hjarta Westminster hverfisins, opnaðar 2007. Buckingham Palace og Victoria járnbrautarstöðin í nágrenninu. Pimlico jarðlestarstöðin stutt frá. Verslanir, líkamsrækt, innisundlaug.