Eftirfarandi ráðleggingar eru að hluta til ættaðar frá Frommers.com og koma frá þaulvönum ferðamönnum. Þeir vita sem er að það getur verið töluverð vinna að ferðast og erfitt á köflum.
Ferðalög snúast ekki bara um brosandi flugfreyjur og notalegt starfsfólk í gestamóttöku. Brosið er oft fljótt að hverfa eða „stirðna“ til dæmis þegar einhver aukakostnaður kemur ferðafólki á óvart.
- Ekki búast við of miklu
Ekki ferðast með of miklar væntingar. Það er auðvelt að búast við alltof miklu og verða svo fyrir vonbrigðum.