Hvernig er hægt að halda matarkostnaði í lágmarki á ferðalögum?
Flestir geta líklega tekið undir það að matarútgjöld í ferðalögum geti orðið umtalsverð ef ekki er vel að gáð. Það er svo auðvelt að setjast einfaldlega inn á næsta veitingastað og panta sér girnilega rétti. Sumir þurfa þó að passa pyngjuna og með smá útsjónarsemi er það hægt.
- Gerðu ódýrustu máltíð dagsins að þeirri stærstu.
- Borðaðu að jafnaði á ódýrum stöðum en leyfðu þér síðan að fara á verulega góðan stað einu sinni.
- Finndu út hvaða fæðutegundir eru algengastar og þar með oft sérlega ódýrar á áfangastaðnum.
- Kauptu inn í súpermarkaðinum og sestu með innkaupin í fallega almenningsgarða, tröppur glæsilegra bygginga eða á almenningsbekki.
- Leitaðu ráða hjá íbúum staðarins varðandi veitingastaði sem þeir sækja sjálfir - það er nokkuð öruggt að þeir halda ekki til á dýrum ferðamannaveitingastöðum.