Það getur verið gott að kunna skil á nokkrum siðum og venjum áður en ferðast er til Ítalíu
Ítalskar tímasetningar
Ítalir hafa nokkuð fastmótaðar tímasetningar fyrir mat og drykk og heimsóknir í söfn og kirkjur. Það er því ástæða til að hafa nokkra hluti bak við eyrað.
- Söfn eru oft lokuð á mánudögum. Það borgar sig því að kanna vel opnunartíma. Þú getur losnað við biðraðir t.d. í Vatíkansöfnin í Róm og Uffizi safnið í Flórens með því að bóka miða fyrirfram á netinu.
- Kirkjur eru venjulega lokaðar á milli kl.1 2:30 og 15:30.
Morgunmatur er ekki stór málsverður fyrir Ítali. Oft er það einungis sætabrauð og cappuccino bolli á barnum. Athugaðu að "bar" á Ítalíu er n.k. blanda af kaffihúsi og bar. Ef þú missir af matmálstíma f er alltaf hægt að halda það út með gelato (ís) eða finna bar þar sem boðið er upp á tramezzino (samloku) eða sætabrauð.
Í Róm er t.d. upplagt að horfa eftir skiltinu Pizza al taglio (pizza í sneiðum) og fá sér sneið af Pizza bianca.
Í öllum stærri bæjum og borgum er alltaf a.m.k. eitt apótek opið allan sólarhringinn. Öll apótek eiga að hafa skilti með næsta "sólarhringsapóteki" á áberandi stað.
Matarhefðir
Matargerð á Ítalíu er mjög svæðisbundin. Þú getur fundið gjörólíka rétti í bæjum sem einungis fáir kílómetrar skilja að. Gott er að kynna sér sérrétti hvers héraðs eða bæjar/borgar svo þú þekkir þá á matseðlinum. Þannig færðu mest út úr þinni upplifun.
Á veitingastað
- Ekki bíða eftir að þjónarnir komi með reikninginn til þín, þú verður að spyrja eftir honum. "Il conto, per favore"...
- Það er ágætt að skilja eftir smávegis þjórfé ef að þú sérð að það er ekki innifalið í reikningnum.
- Ef þú vilt ísmola, þarftu að biðja um þá sérstaklega. Smjörið líka.
Athugaðu að það getur verið snjallt að kaupa í matinn/nestið á mörkuðum og matvöruverslunum, litlum hverfaverslunum og smakka reyktar pylsur og skinku að hætti staðarins, osta og brauð.
Samgöngur
Það er þægilegt að notfæra sér almenningssamgöngur eftir langan dag á göngu. Mikilvægast er að vita að trúlega er ekki hægt að kaupa miða um borð í strætó, lestinni eða sporvagninum. Líttu í kringum þig eftir "sjoppu", þ.e. Tabbacheria og keyptu miðana þín a þar. Ekki reyna að ferðast án miða. Það kostar þig 50 evru sekt á staðnum.
Rafmagn
Rafspenna á Ítalíu er 220v eins og á Íslandi.
Fjölbreytt gisting á Ítalíu, hótel, íbúðir, B&B, gistiheimili, bændagisting, hostel og fleira