Hefurðu heimsótt Docklandshverfið í London? Kannski er það eitthvað sem þú ættir að prófa í næstu ferð.
Í skemmtilegri grein frá Frommers.com London's Docklands: Modern, Exciting and Cheap(er) er hægt að lesa sér til um þetta sérstæða hverfi.
Flestir ferðamenn láta sér nægja að sækja heim West End og City í London en segja má að í Docklands sé allt annar heimur sem gaman er að skoða, sérstaklega Isle of Dogs. Ekki má heldur gleyma því að 2012 verða Óympíuleikarnir haldnir rétt norðan við Docklands svo allar líkur eru á að við eigum eftir að heyra töluvert um austurhluta London á næstu árum.
Gisting í Docklands er mun ódýrari en t.d. í West End - sjá gisting í Docklands.