Siglingar á ám og vötnum í Evrópu
Ferðalangi barst bréf frá fjölskyldu sem hefur mjög gaman af bátasiglingum á ám og vötnum í Evrópu. Þau hafa m.a. siglt í Skotlandi á Caledonian Canal, um vötnin þrjú milli austur- og vesturstrandar Skotlands. Einnig hafa þau siglt í Burgundy...Lesa áfram "Siglingar á ám og vötnum í Evrópu"
júlí 19, 2006 | Prentvænt
Kastalar í Wales
Sumir kunna að halda að það sé hægt að komast yfir Wales á einum degi, en fátt er fjær sanni. Wales er land kastalanna þar sem meira en 400 rammgerð virki gleðja þá sem áhuga hafa á sögu og gömlum...apríl 29, 2006 | Prentvænt
Dagsferðir frá London
Það er af nógu af taka þegar velja á dagsferð frá London. Má þar nefna Bath og Stonehenge, Windsor kastala, Cliveden, Blenheim höll, Stratford-upon-Avon, Brighton og fleiri staði sem auðvelt er að heimsækja með lest. Á vefsíðu Fodors.com er skemmtileg...Lesa áfram "Dagsferðir frá London"
apríl 29, 2006 | Prentvænt
Glasgow
Sagt er að Glasgow hafi nánast breyst á einni nóttu úr þéttbýliskjarna í stórborg. Og þó að nágranninn, Edinborg státi af miklum og vinsælum hátíðum, Edinborgarkastala og fleiru, þá standur Glasgow fyrir sínu. Í Glasgow eru fleiri garðar á hverja...apríl 29, 2006 | Prentvænt
"Bjórkrár með sál"
Pubs with Personality heitir grein af vefsíðu Fodors.com þar sem tilgreindir eru 10 enskar bjórkrár, m.a. í London, Manchester, Liverpool, Dorset og víðar. Skemmtileg grein fyrir...Lesa áfram ""Bjórkrár með sál""
apríl 29, 2006 | Prentvænt
Grænmetisveitingastaður í London
Einn af elstu grænmetisstöðum í London er Manna Vegetarian Restaurant. Þar er ótrúlegt úrval af freistandi réttum, t.d. Yam Yam bollur, risotto kökur, bambuslauf með tofu fyllingu og núðlum og svo mætti lengi telja. Staðurinn hefur unnið til nokkurra verðlauna....Lesa áfram "Grænmetisveitingastaður í London"
apríl 4, 2006 | Prentvænt
Grænmetisveitingastaður í París
Ekki er hægt að segja að París sé Mecca þeirra sem vilja eingöngu grænmetisrétti. Þó er nokkur fjöldi góðra grænmetisstaða þar, m.a. La Victoire Suprême du Coeur. Þar er hægt að fá grænmetis kebabs, salöt, kartöflurétti, grænmetiskjúkling, grænmetislasagne og alls...Lesa áfram "Grænmetisveitingastaður í París"
apríl 3, 2006 | Prentvænt
Ódýr gisting rétt hjá London Stansted
Ferðalangur fær gjarnan fyrirspurnir um hvar sé að finna ódýra gistingu rétt hjá London Stansted flugvelli. Áður hefur verið bent á Hightrees og nú hefur borist prýðis ábending um aðra gistingu á Church Hall Farm hjá Tony og Jan Wildman...Lesa áfram "Ódýr gisting rétt hjá London Stansted"
mars 23, 2006 | Prentvænt
Kantaraborg
Kantaraborg eða Canterbury (um 40.000 íbúar) stendur í héraðinu Kent, suðaustur af London. Þessi litla borg er troðfull af strætum, verslunum og hótelum sem heita í höfuðið á þjóðskáldi Englendinga Geoffrey Chaucer sem skrifaði hinar frægu Kantaraborgarasögur, Thomas Becket, St....febrúar 21, 2006 | Prentvænt
Á slóðir Jane Austen
Ferðalangur getur ekki á sér setið að vekja athygli á sérlega áhugaverðri ferð á slóðir skáldkonunnar Jane Austen í sumar, á vegum Ferðaþjónustu bænda sem kallast Í fótspor Jane Austen, 7. - 14. júní n.k. Þetta er upplögð kvennaferð -...Lesa áfram "Á slóðir Jane Austen "
janúar 31, 2006 | Prentvænt
Náttúruperlan Lake District
Ein af mestu náttúruperlum Englands er vatnasvæðið Lake District í Cumbriahéraði og ef ætlunin er að ferðast um England, væri það ofarlega á blaði. Sveitir Englands eru afar fallegar en vatnasvæðið er eitthvað sem heillar meira en margt annað og...Lesa áfram "Náttúruperlan Lake District"
janúar 22, 2006 | Prentvænt
Cornwall - nýleg vefsíða
Cornwalltoday heitir nýleg vefsíða sem hefur að geyma ógrynni upplýsinga fyrir þá sem hyggja á ferð til eins af afskekktustu héruðum Englands - Cornwall. Þar er m.a. að finna ítarlegar upplýsingar um áhugaverða staði (bæi og þorp, sögulega staði, strendur...Lesa áfram "Cornwall - nýleg vefsíða"
janúar 21, 2006 | Prentvænt
Þrjár gönguferðir í London og nágrenni
Times Online hefur undanfarið birt mánaðarlegar greinar um tilteknar gönguleiðir í London. Nákvæmar leiðarlýsingar fylgja og hægt að smella á kort sem sýnir vel hvar gengið er. Hér koma þrjár þeirra: An Olympic walk - Heimsókn í austurhluta London áður...Lesa áfram "Þrjár gönguferðir í London og nágrenni"
janúar 9, 2006 | Prentvænt
Saga Skotlands
Enn einn bráðskemmtilegur vefur frá BBC Scottish History. Á vefnum er að finna margvíslegan fróðleik um Skotland í gegnum tíðina, s.s. Victorian Scotland, Modern Scotland, Wars of Independence, Enlightenment og margt fleira. Fyrir ferðalanga er áhugavert að skoða t.d. History...janúar 7, 2006 | Prentvænt
London - verslanir, markaðir og leikhús
Hvaða búðir eru við Oxford Street í London? Eða á Portobello Road og í Notting Hill? Hvað ber fyrir augu þegar þú röltir út af Bond Street Station? Vefsíðan Street Sensation sýnir á myndrænan og skemmtilegan hátt hvaða verslanir eru...Lesa áfram "London - verslanir, markaðir og leikhús"
desember 7, 2005 | Prentvænt
Ódýr hótel í Bretlandi á www.hotelvefurinn.net
Á www.hotelvefurinn.net - hótelvef Ferðalangs, er að finna ódýr og góð hótel í Bretlandi (Englandi, Skotlandi, Wales, Írlandi), s.s. í vinsælum borgum sem og á smærri stöðum. Hótel í öllum verðflokkum, ódýr hótel, hostel/farfuglaheimili, bed breakfast - BB, hótel í...Lesa áfram "Ódýr hótel í Bretlandi á www.hotelvefurinn.net"
desember 3, 2005 | Prentvænt
Gönguferð í Wales: Llandeilo
Það er ekki skortur á afskekktum stöðum í Wales og greinin Walk of the month af vefsíðu travel.telegraph lýsir gönguferð í nóvember á einum slíkum í nágrenni Carreg Cennen kastala og Llandeilo. Í greininni er nákvæm lýsing á 12 mílna...Lesa áfram "Gönguferð í Wales: Llandeilo"
desember 1, 2005 | Prentvænt
Eyjan Mön - bættar samgöngur
Eyjan Mön á Írlandshafi er fræg fyrir rófulausu Manx kettina en einnig fyrir að vera sögusvið fyrir Manx bækur rithöfundarins Hall Caine. Hún er 588 ferkílómetrar að stærð og þar búa um 77.000 íbúar sem byggja afkomu sína að stórum...Lesa áfram "Eyjan Mön - bættar samgöngur"
nóvember 30, 2005 | Prentvænt
Inverness - Skotland
Ferðalangi barst kærkomin ábending frá lesanda um litla ferðaskrifstofu í Inverness í Skotlandi sem býður ferðir upp í skosku hálöndin, til Orkneyjar, eyjarinnar Skye og víðar. Ferðaskrifstofan Puffin Express er rekin af Kathleen og Sinclair Dunnett og segir í ábendingunni...Lesa áfram "Inverness - Skotland"
nóvember 29, 2005 | Prentvænt
Eyjarnar við vesturströnd Skotlands
Vesturströnd Skotlands er vissulega þess virði að sækja heim ef marka má greinina Island Hopping in Scotland's Inner Hebrides eftir Karen Cunningham. Úti fyrir vesturströndinni liggja ótal smáeyjar sem tengjast hver annarri og meginlandinu með áætlunarferðum ferja. Þarna er ekki...Lesa áfram "Eyjarnar við vesturströnd Skotlands"
nóvember 25, 2005 | Prentvænt
Af skotapilsum í Skotlandi
...Fyrsta skrefið er að að safna hugrekki til að sýna á þér hnén - hversu hnýtt eða skrautleg sem þau kunna að vera... - eða svo segir að minnsta kosti í greininni A Kilt in Scotland eftir Mike Elkin af...Lesa áfram "Af skotapilsum í Skotlandi"
nóvember 22, 2005 | Prentvænt
Portobello markaðurinn London
Grúskarar og aðrir sem gaman hafa af gömlum munum og antikverslunum, ættu að láta eftir sér að fara á Portobello markaðinn í London við Portobello Road (Notting Hill) þar sem finna má stærsta antikmarkað í heimi. Um 1500 söluaðilar selja...Lesa áfram "Portobello markaðurinn London"
nóvember 7, 2005 | Prentvænt
50 gististaðir undir 50 pundum
Ferðalangar, sem hafa áhuga á að ferðast um Bretland, eru hvattir til að skoða greinina The top 50 for under £50 af vefsíðu Guardian Unlimited. Þar má sjá fimmtíu valda gististaði, BB, gistiheimili og hótel - sem eiga það sameiginlegt...Lesa áfram "50 gististaðir undir 50 pundum"
nóvember 2, 2005 | Prentvænt
Bretland - Yfirlit
Almennur fróðleikur Yfirlitskort af Bretlandi eða kort af tilteknum svæðum á Bretlandi (Velja United Kingdom) Yfirlit: Bretland - land og þjóð Saga Bretlands Gagnlegar staðreyndir og tölulegar upplýsingar um Bretland Gisting Gisting í BretlandiÓdýrir gistimöguleikar í Englandi, Wales, Skotlandi og...Lesa áfram "Bretland - Yfirlit"
október 31, 2005 | Prentvænt
Gönguleiðir í London
Ferðalangur er svolítið upptekinn af London þessa dagana og ætlar nú að kynna afar skemmtilega síðu með gönguleiðum um London: http://www.london-footprints.co.uk/ Gönguleiðirnar eru flokkaðar eftir borgarhlutum og er m.a. hægt að smella á Covent Garden eða Dickens Westminster og fá...Lesa áfram "Gönguleiðir í London"
október 20, 2005 | Prentvænt
Veggie & Organic London
Hér kemur bók fyrir ferðalanga til London sem vilja gjarnan borða á grænmetisstöðum, veitingastöðum með lífrænan mat, vita af verslunum með heilsufæði og lífrænt ræktaðar vörur, djúsbari o.m.fl. í heilsugeiranum. Veggie and Organic London eftir Russel Rose og Natalie Pecht...Lesa áfram "Veggie & Organic London"
október 18, 2005 | Prentvænt
"Ljósmyndakort" af Bretlandseyjum
Hugvitssemi mannsins eru engin takmörk sett! Tilgangur Geographic British Isles verkefnisins er að koma upp korti í formi ljósmynda af hverjum einasta ferkílómetra á Bretlandseyjum. Hver sem er getur tekið þátt í verkefninu og hlaðið inn myndum þar sem enn...Lesa áfram ""Ljósmyndakort" af Bretlandseyjum"
október 18, 2005 | Prentvænt
Rafbók um London frá Ferðalangi
Nú geta ferðalangar hlaðið niður lítilli rafbók um London sem samanstendur af flestum þeim pistlum og upplýsingum sem birst hafa á Ferðalangi um London fram að þessu og tenglum á gagnlegar vefsíður. Gisting, flugvellir, neðanjarðarlestir og hvernig má spara í...Lesa áfram "Rafbók um London frá Ferðalangi"
október 16, 2005 | Prentvænt
Engin leikhús í London á sunnudagskvöldum
Ferðalangur ætlaði í leikhús í London fyrir nokkrum dögum og uppgötvaði sér til sárra vonbrigða að á sunnudagskvöldum eru engar leiksýningar í boði. The actresses are all in bed today sagði starfsmaður í upplýsingamiðstöð á Leicester Square, sposkur á svip....Lesa áfram "Engin leikhús í London á sunnudagskvöldum"
október 14, 2005 | Prentvænt
Sérlega góð B&B í Englandi
Fyrir nokkru kom grein í The Times þar sem gerður var samanburður á BB í Englandi annars vegar og Skotlandi hins vegar - ensku gististöðunum mjög í óhag! Eftir birtingu greinarinnar, rigndi inn ábendingum til blaðsins um afar góða BB...Lesa áfram "Sérlega góð B&B í Englandi"
október 3, 2005 | Prentvænt
London - nýlegar ferðabækur
Tvær nýlegar en ólíkar bækur um London fá mjög góða dóma í Library Journal. London: A City Revealed státar af glæsilegum myndum og tekur fyrir London s.l. 2000 ár! Byggingarlist, konungdæmið, lystigarðar, verslanir - allt þetta og meira til. The...Lesa áfram "London - nýlegar ferðabækur"
september 22, 2005 | Prentvænt
Fimmtíu bestu veitingastaðir í heimi
Tímaritið Restaurant Magazine velur árlega 50 bestu veitingastaði í heimi. Árið 2005 eru um fjórðungur þeirra staða, sem rötuðu inn á listann, staðsettir í London. Á vefsíðu Fodors.com er hægt að kynna sér listann og lesa umsagnir um veitingastaðina. Í...Lesa áfram "Fimmtíu bestu veitingastaðir í heimi"
september 19, 2005 | Prentvænt
Edinborg að hætti Ian Rankin
Hvað gerist þegar Edinborgarhátíðirnar í ágúst taka enda og gestirnir yfirgefa svæðið? Er þá eitthvað eftir? Allt - segir sakamálarithöfundurinn þekkti, Ian Rankin. Edinborg vaknar til öðruvísi lífs í september þegar mestur hluti ferðamanna er horfinn á braut og háskólanemar...Lesa áfram "Edinborg að hætti Ian Rankin"
september 17, 2005 | Prentvænt
Jersey
Eyjan Jersey á Ermarsundi hefur alltaf vakið nokkra forvitni hjá Ferðalangi, kannski af þeirri einföldu ástæðu að fyrir allmörgum árum var sýndur ágætur myndaflokkur í sjónvarpinu sem tekinn var á eyjunni og gerðist í seinni heimstyrjöldinni.... Eyjan liggur um 100...september 13, 2005 | Prentvænt
Sigling á Thames ánni
Það er eitthvað sérstakt við það að sigla í gegnum stórborgir eins og t.d. Búdapest og Prag. Það sama á við um London og hér fyrir neðan koma nokkrar nýtilegar slóðir fyrir þá sem hyggja á siglingu á ánni Thames....Lesa áfram "Sigling á Thames ánni"
september 6, 2005 | Prentvænt
Shetlandseyjar - árleg gönguvika
Rock and Strollers af vefsíðu travel.telegraph lýsir ferð sem farin var í fyrra til Shetlandseyja á árlega gönguviku. Raunar er gönguvikan í ár einmitt haldin þessa dagana, 27. ágúst - 3. september 2005. Boðið er upp á margar gönguferðir með...Lesa áfram "Shetlandseyjar - árleg gönguvika"
ágúst 31, 2005 | Prentvænt
Guinness Storehouse í Dublin
Einn af vinsælustu stöðunum til að sækja heim í Dublin er hið sjö hæða Guinness[R] Storehouse þar sem sjá má allt um hina 250 ára sögu bjórgerðar Arthur Guinness og fjölskyldu. Þar er einnig að finna hæsta bar í Dublin......Lesa áfram "Guinness Storehouse í Dublin"
ágúst 12, 2005 | Prentvænt
Ókeypis skemmtun í London
London er ein af dýrustu borgum heims að sækja heim en þó má eiga þar stórskemmtilegar stundir án þess að þurfa að kosta miklu til og stundum engu. Sérstaklega yfir sumartímann. Um það má lesa í What to See on...Lesa áfram "Ókeypis skemmtun í London"
ágúst 8, 2005 | Prentvænt
Orkneyjar
Það eru yfir 70 eyjar í eyjaklasanum sem nefnist Orkneyjar en þar af eru aðeins 17 þeirra byggðar. Ferðamannaiðnaður á Orkneyjum er vel skipulagður og eyjarnar hafa upp á mikið að bjóða. Ekki einungis er saga þeirra stórmerkileg, heldur einnig...ágúst 4, 2005 | Prentvænt
Veitingastaðir í London (og víðar) og sértilboð
Á vefsíðunni Top Table - www.toptable.co.uk, er hægt að lesa um, skoða myndir af og velja úr miklum fjölda veitingastaða í London og síðan að panta borð yfir netið ef svo ber undir. Ástæða er til að vekja sérstaka athygli...Lesa áfram "Veitingastaðir í London (og víðar) og sértilboð"
ágúst 3, 2005 | Prentvænt
EasyHotel - athyglisvert!
Það er svolítið skondið að fylgjast með framgangi EasyGroup keðjunnar. Við þekkjum EasyJet lágfargjaldaflugfélagið, Ferðalangur skrifaði um EasyCruise í vor og það nýjasta er EasyHotel sem opnaði mánudaginn 2. ágúst 2005 í miðborg London (Kensington) með 34 tveggja manna herbergjum....Lesa áfram "EasyHotel - athyglisvert!"
ágúst 2, 2005 | Prentvænt
Fræg söfn í London - ókeypis inn
Hér koma nokkrar vefsíður þekktra safna í London þar sem ekkert kostar inn: The British Museum - www.thebritishmuseum.ac.ukThe National Portrait Gallery - www.npg.org.ukThe National Gallery og The Natural History Museum - www.nhm.ac.uk The Victoria Albert Museum - www.vam.ac.ukThe Science Museum...Lesa áfram "Fræg söfn í London - ókeypis inn"
júlí 27, 2005 | Prentvænt
Dingle Way - gönguleið á Írlandi
Afhverju ekki að fara í gönguferð á Írlandi? Fyrir göngugarpa er upplagt að skoða greinina Walk of the month af vefsíðu Travel Telegraph þar sem fjallað er um gönguleið sem nefnist Dingle Way og liggur nánar tiltekið á milli Anascaul...Lesa áfram "Dingle Way - gönguleið á Írlandi"
júlí 22, 2005 | Prentvænt
Edinborg - alltaf eitthvað nýtt
Í Edinborg er alltaf eitthvað nýtt að finna, jafnvel fyrir þá sem koma þangað aftur og aftur. Og í ágústmánuði er heimsókn til þessarar merku borgar einfaldlega veisla fyrir augu og eyru þegar fram fara Edinborgarhátíðirnar The Edinburgh International Festival...Lesa áfram "Edinborg - alltaf eitthvað nýtt"
júlí 21, 2005 | Prentvænt
London - áhrif hryðjuverka á ferðamenn
Í London velta menn nú vöngum yfir því hvaða áhrif hryðjuverkin í síðustu viku muni hafa á ferðamannaiðnaðinn. Áður en ósköpin dundu yfir, var nýbúið að birta tölur um 11% aukningu ferðamanna frá árinu áður og tilkynning um að London...Lesa áfram "London - áhrif hryðjuverka á ferðamenn"
júlí 11, 2005 | Prentvænt
Skemmtilegar myndir frá Bretlandi
Á bresku vefsíðunni This is Travel eru skemmtilegar myndir frá Bretlandseyjum. M.a. frá N-Írlandi, Suður- og Norður-Wales, Brighton, Isle of Wight og fleiri stöðum. Sjá This is Travel: United Kingdom - Picture...Lesa áfram "Skemmtilegar myndir frá Bretlandi"
júlí 5, 2005 | Prentvænt
Bretlandsstrendur - ódýr gisting
Ef þú ert ekki að leita að lúxus og hefur gaman af svolítið frumstæðum aðstæðum, gæti gisting í sumarkofum við Bretlandsstrendur verið eitthvað fyrir þig. Lesley Gillian lýsir þessum skemmtilega möguleika í grein sinni This summer's hut destinations, þar sem...Lesa áfram "Bretlandsstrendur - ódýr gisting"
júní 29, 2005 | Prentvænt
Með börnin til London
Er eitthvað vit í að taka börnin með til London? Því svarar Sarah Lyall í grein sinni Buskers, Bunkers, Free Museums and a Cool Maze og kemur með góðar ábendingar um hvað hægt sé að gera með börnum í London....Lesa áfram "Með börnin til London"
júní 22, 2005 | Prentvænt
Ódýr sumargisting í London - stúdentaherbergi/íbúðir
Þeir sem ekki eru tilbúnir að greiða gistingu í London dýru verði yfir sumartímann, ættu að skoða stúdentagarða háskólanna sem bjóða ódýra gistingu á tímabilinu frá miðjum júní og fram í miðjan september....Lesa áfram "Ódýr sumargisting í London - stúdentaherbergi/íbúðir"
júní 17, 2005 | Prentvænt
"Big Pit" - safn ársins 2005 í Bretlandi
Big Pit: National Mining Museum í Wales er raunveruleg kolanáma og vann árið 2005 hin eftirsóttu Gulbekian verðlaun sem safn ársins í Bretlandi. Gestir fá tækifæri til að ferðast 300 fet undir yfirborð jarðar með leiðsögumanni sem vann áður fyrr...Lesa áfram ""Big Pit" - safn ársins 2005 í Bretlandi"
júní 14, 2005 | Prentvænt
Írland - upplýsingasíða
TourismIreland heitir allsherjar upplýsingavefur um Írland. Auk hefðbundinna upplýsinga um staði, hótel o.fl. er hægt að gerast áskrifandi að rafrænu fréttabréfi og óska eftir upplýsingabæklingum....Lesa áfram "Írland - upplýsingasíða"
júní 8, 2005 | Prentvænt
Stutt ferðamyndbönd frá Englandi
Síðasta landið í þessari röð kynningar á stuttum ferðamyndböndum á netinu er England. Frá TravelVideo.tv. kemur síða um nokkra fræga staði í Englandi. Nú er bara að koma sér vel fyrir og skoða t.d. stutta mynd frá London, samgöngur í...Lesa áfram "Stutt ferðamyndbönd frá Englandi"
júní 3, 2005 | Prentvænt
Hampton Court Palace og "völundarhús"
Ferðalangar til London gætu haft gaman af að heimsækja Hampton Court kastala sem á sér meira en 500 ára konunglega sögu. Þar er nýbúið að opna völundarhús (maze) úr limgerði eftir gagngerar endurbætur . Þetta völundarhús er hið elsta sinnar...Lesa áfram "Hampton Court Palace og "völundarhús""
júní 2, 2005 | Prentvænt
Vefmyndavélar - Dublin og Glasgow
Það er alltaf gaman að skoða núið á hinum ýmsu stöðum. Hér er hægt að skoða myndir úr vefmyndavélum sem staðsettar eru í Dublin annars vegar og Glasgow hinsvegar. Dublin - vefmyndavélGlasgow -...Lesa áfram "Vefmyndavélar - Dublin og Glasgow"
maí 26, 2005 | Prentvænt
Fallegustu strendur Bretlands
Í skemmtilegri grein úr The Sunday Times frá 10. apríl 2005, Britain's Best Beaches, segir frá átta fallegustu ströndum Bretlands - ekki þeim sem fengið hafa bláa flaggið heldur ströndum sem koma ekki til álita fyrir hefðbundna einkunnagjöf af ýmsum...Lesa áfram "Fallegustu strendur Bretlands"
maí 25, 2005 | Prentvænt
Gönguferð um hálendi Skotlands
Misty Mountain Hop heitir skemmtileg grein sem segir frá sex daga gönguferð um hálendi Skotlands; gönguferðin kallaðist raunar High Cairngorm Backpacking og var farin á vegum Mountain Innovations. Í ferðinni var ýmist dvalið í tjöldum, kofum, eða gist á hosteli....Lesa áfram "Gönguferð um hálendi Skotlands"
maí 19, 2005 | Prentvænt
Að ferðast ódýrt í Bretlandi
Í grein af vefsíðunni iVillage.co.uk sem heitir How to enjoy Britain on the cheap eftir Michale Leech má grafa upp ágætar leiðir til að komast nokkuð ódýrt frá Bretlandsdvöl en þeir sem þangað hafa lagt leið sína vita að þar...Lesa áfram "Að ferðast ódýrt í Bretlandi"
maí 16, 2005 | Prentvænt
Antíkmarkaðir í Bretlandi
Í Morgunblaðinu í dag 15/5/05 (bls. 23) er lítil grein um antíkmarkaði í Bretlandi og gefnar upp nokkrar ágætar vefslóðir fyrir þá sem hafa áhuga á að þræða slíka markaði. Vefsíðan www.antiquesworld.co.uk gefur yfirlit um antíkmarkaði og antíksýningar og eru...Lesa áfram "Antíkmarkaðir í Bretlandi"
maí 14, 2005 | Prentvænt
Alþjóðleg "Bítlahátíð" í Liverpool 24. - 30. ágúst 2005
Ungir sem aldnir aðdáendur Bítlanna geta brugðið sér á alþjóðlega Bítlahátíð sem haldin verður í Liverpool, 24. - 30. ágúst næstkomandi og slegist í hóp þúsunda annarra aðdáenda sem koma allstaðar að úr veröldinni....Lesa áfram "Alþjóðleg "Bítlahátíð" í Liverpool 24. - 30. ágúst 2005"
maí 11, 2005 | Prentvænt
Að rata á milli staða í London
Hér kemur frábær síða fyrir Lundúnafara - London Transportation! Allt um ferðir innan London (í víðustu merkingu) hvort sem um er að ræða lestir, neðanjarðarlestir, strætisvagna, báta og sporvagna. Þú velur ferðamátann, slærð inn brottfararstað og ákvörðunarstað í Journey Planner...Lesa áfram "Að rata á milli staða í London"
maí 9, 2005 | Prentvænt
Öðruvísi gisting í Bretlandi
Hefur þig ekki alltaf dreymt um að gista í gömlum kastala? Nú - eða í gömlum vita, á lögreglustöð eða jafnvel í fangelsi? Í hesthúsi, hlöðu eða á prestsetri? Möguleikarnir eru margir - skoðaðu þessa skemmtilegu síðu Distinctly Different frá...Lesa áfram "Öðruvísi gisting í Bretlandi"
apríl 29, 2005 | Prentvænt
Þjórfé eða ekki?
Það veldur oft miklum vangaveltum hjá íslenskum ferðalöngum hvort og hvernig eigi að gefa þjórfé. Um það eru stundum skiptar skoðanir en þó gilda nokkur almenn lögmál í þessu sem öðru. Ekki viljum við skera okkur úr á ferðalögum fyrir...apríl 25, 2005 | Prentvænt
Gisting í Bretlandi
Það er úr vöndu að ráða þegar gista á í Bretlandi - eiginlega eru möguleikarnir alltof margir! Hér verða nefndir nokkrir: Tiscover.co.uk - Ljómandi góð síða með hótelum, gistiheimilum og fjölbreyttum gistimöguleikum. Selfcateringhols.com - Sumarhús/smáhýsi fyrir þá sem vilja rómantíska...Lesa áfram "Gisting í Bretlandi"
apríl 25, 2005 | Prentvænt
Ódýr gisting rétt hjá Stansted flugvelli
High Trees: http://www.stansted-bandb.co.uk Fyrir nokkrum vikum lenti ég í smá ævintýri við komu til Stansted flugvallar frá Keflavík. Ég hafði eytt fleiri klukkutímum á Netinu í leit að ódýrri gistingu í nágrenni Stansted (ótrúleg þrjóska!) og ákvað loks að panta...Lesa áfram "Ódýr gisting rétt hjá Stansted flugvelli"
apríl 24, 2005 | Prentvænt
Oxford
Í greininni How to get into Oxford eftir Sean Newsom úr The Sunday Times, má finna út hvernig best er að skipuleggja dagsferð til Oxford. Stundum þarf svolitla útsjónarsemi til að koma ekki að öllum dyrum lokuðum - No visitors/no...apríl 21, 2005 | Prentvænt
UK kort frá Google
Leitarvélin Google er komin með skemmtilega kortasíðu yfir Bretland. Hún minnir svolítið á Michelin kortin, en er einfaldari í sniðum. Hægt er að slá inn brottfararstaðar og heiti áfangastaðar og fá nákvæma leiðarlýsingu þar á milli, bæði á korti og...Lesa áfram "UK kort frá Google"
apríl 20, 2005 | Prentvænt
Á leið til Skotlands?
Undiscovered Scotland heitir afar fín vefsíða sem gefur góðar upplýsingar fyrir ferðalanga á leið til Skotlands. Hún veitir ekki bara aðgang að kortum og greinargóðum upplýsingum um borgir og bæi, heldur einnig að ýmiskonar fróðleik eins og t.d. hvernig Skotar...Lesa áfram "Á leið til Skotlands?"
apríl 13, 2005 | Prentvænt
"What's on in London"
Ein af allra algengustu spurningum ferðalanga á netinu er What's on in London... og hér kemur einmitt síðan sem svarar því: http://www.whatsoninlondon.co.uk/index.html Kvikmyndahús, leikhús, tónleikar, veitingastaðir o. fl. Allt sem hugurinn kann að girnast í þessari skemmtilegu borg. Gisting í...Lesa áfram ""What's on in London""
apríl 7, 2005 | Prentvænt
Bed and breakfast - UK
Góð vefsíða fyrir þá sem vilja leita uppi BB gistingu í Bretlandi: http://www.bedandbreakfasts-uk.co.uk/. Hægt er að velja staðsetningu á auðveldan hátt, skoða upplýsingar um gistinguna og tenglar eru á vefsíður gististaðanna ef þær eru fyrir hendi. Athugið að BB er...Lesa áfram "Bed and breakfast - UK"
apríl 4, 2005 | Prentvænt
Í loftbelg yfir Englandi og Wales
Afhverju ekki að prófa eitthvað óvenjulegt og skella sér í klukkustundarferð með loftbelg yfir Englandi eða Wales? Fyrirtækið Ballooning Network sér um ferðina sem kostað getur á bilinu 95 - 139 pund á mann. Hægt er að leggja í hann...Lesa áfram "Í loftbelg yfir Englandi og Wales"
apríl 1, 2005 | Prentvænt
Meira um bátsferðir í Bretlandi
Fyrir skömmu birtust á Ferðalangi áhugaverðir tenglar fyrir þá sem hafa áhuga á bátsferðum canal holidays í Bretlandi. Tilvalið er að lesa einnig greinina Cruising the English Canals sem gefur frábærar upplýsingar um allt sem viðkemur slíkum ferðum. Hvað þarf...Lesa áfram "Meira um bátsferðir í Bretlandi"
mars 31, 2005 | Prentvænt
London Underground - hvernig er hægt að spara?
Fyrir þá sem þurfa að nota neðanjarðarlestir í London, London Underground, getur verið gagnlegt að lesa greinina London Underground Fare Guide. Neðanjarðarlestarkerfið í London er með þeim dýrustu í heimi og það getur skilað sér að vera vel upplýstur um...Lesa áfram "London Underground - hvernig er hægt að spara?"
mars 30, 2005 | Prentvænt
Út að borða í London
Þegar velja á veitingastað í London fyrir rétta andrúmsloftið, hvort sem það er nú rómantískt, barnavænt eða annað - er gott að líta á http://www.london-eating.co.uk/. Á maturinn að vera upp á franskan máta... eða jafnvel indverskan? Og í hvaða hverfi...Lesa áfram "Út að borða í London"
mars 16, 2005 | Prentvænt
Gönguferðir um Bretland
Það eru ótal spennandi möguleikar til gönguferða í Bretlandi hvort sem um er að ræða gönguferðir með fylgdarmanni, gönguferðir þar sem farangur er fluttur á milli með bíl eða einfaldlega sjálfstæðar gönguferðir þar sem ferðalangurinn ræður sér fullkomlega...Lesa áfram "Gönguferðir um Bretland"
mars 14, 2005 | Prentvænt
Hjólatúrar í Bretlandi
Fyrir þá sem vilja leita upplýsinga um hjólreiðar og hjólatúra í Bretlandi eru hér fyrir neðan ágætar vefsíður sem ættu að gefa upplýsinga bæði um lengri og skemmri ferðir, mismunandi erfiðleikastig, hjólaleigur og allt mögulegt sem lýtur að hjólreiðum. Vefsíðurnar...Lesa áfram "Hjólatúrar í Bretlandi"
mars 13, 2005 | Prentvænt
Um Bretland á bátum
Það hefur lengi verið draumur að ferðast um Bretland á bát... fara í síkjasiglingu með meiru. Gaman væri að heyra frá lesendum Ferðalangs ef einhver hefur látið verða af slíku og getur gefið góðar ábendingar. Bretar kalla þetta Canal holidays...Lesa áfram "Um Bretland á bátum"
mars 12, 2005 | Prentvænt
Íbúðir í London
Citylife Apartments heitir vefsíða sem fær afar góð meðmæli frá lesanda Ferðalangs. Um er að ræða íbúðir í London og raunar víðar í Bretlandi sem yfirleitt má reikna með að kosti 25% minna en hótelherbergi af sama standard. Dvelja verður...mars 5, 2005 | Prentvænt
Hvað er á döfinni? Hvenær og hvar?
Það er nauðsynlegt að vita hvað er á döfinni á þeim slóðum sem ætlunin er að heimsækja. Eru einhverjar hátíðir í gangi á þeim tíma sem þú ætlar að ferðast? Eitthvað sem gaman væri að sjá og fylgjast með? Eða...Lesa áfram "Hvað er á döfinni? Hvenær og hvar?"
febrúar 28, 2005 | Prentvænt
Á slóðum Bridget Jones í London...
Myndirnar og bækurnar um Bridget Jones eiga sér marga aðdáendur. Hví ekki að rölta um London á þeim slóðum sem nefndar voru bæði í kvikmyndunum og bókunum... það er jú fleira til en Da Vinci lykillinn :-). Lítið á skemmtilega...Lesa áfram "Á slóðum Bridget Jones í London..."
febrúar 26, 2005 | Prentvænt
Ítalskur matur... í London
Ég hef löngum orðið fyrir vonbrigðum með ítalska staði í London. Sennilegasta skýringin er sú að ég hafi ekki leitað mér upplýsinga fyrst... en hér kemur síða með að því er virðist góðum ábendingum fyrir þá sem vilja þræða ítalska...Lesa áfram "Ítalskur matur... í London"
febrúar 23, 2005 | Prentvænt
Hvað er um að vera í London?
Fyrir þá sem vilja fylgjast með því sem gerist í London, er snjallt að gerast áskrifandi að mánaðarlegu fréttabréfi sem heitir London Monthly og fá þannig beint í æð það sem um er að vera á söfnum, í kvikmyndahúsum, leikhúsum,...Lesa áfram "Hvað er um að vera í London?"
febrúar 4, 2005 | Prentvænt
The British Museum
Internetið hefur marga kosti - og einn þeirra getur verið sá að gera ferðir á söfn enn áhugaverðari og meira spennandi en ella. Heimasíða The British Museum í London, opnar fólki svo sannarlega leið inn í forna, löngu liðna tíma....Lesa áfram "The British Museum"
febrúar 2, 2005 | Prentvænt
London "Stand-ups"
Samstarfsmaður minn skrapp til London og heimsótti skemmtilegan stand-up klúbb, The Comedy Store. Hann borgaði 15 pund inn og skemmti sér konunglega. Staðinn heimsækja vel yfir 3500 manns í hverri viku og miða er hægt að bóka yfir netið ef...Lesa áfram "London "Stand-ups""
janúar 24, 2005 | Prentvænt
Að komast frá Stansted inn í London
Það er gott út af fyrir sig að vera komin til Stansted, en síðan er að velja ferðamáta inn í borg ef ætlunin er ekki að gista í nágrenni flugvallarins. Það er óneitanlega freistandi að velja Stansted Express lestina sem...Lesa áfram "Að komast frá Stansted inn í London"
desember 27, 2004 | Prentvænt