Bílaleiga hefur nær alfarið færst yfir á netið og þar er hægt að eyða drjúgum tíma í að skoða framboðið. Ferðalangur mælir með að þú leitir á mismunandi vefsíðum/leitarvélum og gerir samanburð ef þú ert staðráðinn í að fá bílaleigubíl á viðráðanlegu verði.
Bílaleiguvefur Ferðalangs og CarTrawler
Ferðalangur er í góðu samstarfi við Cartrawler sem auglýsir lægstu verð frá um 800 bílaleigum á yfir 9000 stöðum víðsvegar um heiminn (174 lönd). Þeirra á meðal eru allar þekktustu leigurnar t.d. Hertz, Avis, Budget og Europcar.