Ferðalangur frétti af skemmtilegum veitingastað í Kaupmannahöfn, RizRaz (á tveimur stöðum). Þar er að finna gott "buffet" í hádeginu þar sem boðið er upp ýmsa Miðjarðarhafsrétti. Staðirnir opna kl. 11:30 og það er þægilegt að geta virt fyrir sér allt sem er í boði t.d. salöt, brauð, eftirrétti o.fl. án þess að þurfa að velta vöngum yfir matseðlinum. Hægt er að sitja úti ef veður leyfir.
Staðsetning: Kompagnistræde 20, 1208 København K og St. Kannikestræde 19 1169 København K.
Vefsíða: www.rizraz.dk