Þeir sem ferðast eitthvað einir að ráði, vita að það getur verið vandræðaleg tilfinning að koma einn inn á veitingastað og stundum erfitt njóta þess að borða eitthvað gott einn á ferð. Hér er hins vegar ýmislegt til ráða.
Ferðalangur hefur stundum verið með lestrarefni með sér, handleikið farsímann grimmt og sent sms til "tuga" vina og vandamanna en það er hins vegar nokkuð dýrt sport og þess vegna er upplagt að hugsa þetta svolítið öðruvísi.