Ferðalangur hefur sérstakt dálæti á pistlum um hvernig skuli pakka fyrir ferðalög. Hér kemur einn dulítið stolinn og stældur (frá About.com).
Það ku vera snjallt að safna saman öllu sem á að fara í ferðina og skipta því í þrjár hrúgur:
1) Nauðsynlegur farangur
2) Ekki eins nauðsynlegur farangur
3) "Gæti komið sér vel" farangur
Þegar því er lokið er kemur að erfiða hlutanum: Taktu nauðsynlegu hrúguna og u.þ.b. helminginn af "ekki eins nauðsynlegu" hrúgunni og láttu það duga. Þetta kann að hljóma yfirmáta dramatískt en er samt byrjunin á þeim því að taka ekki allt of mikið með sér.
Ef þú fylgir þessum ráðleggingum, þá ætti einungis að standa eftir farangur sem rúmast í einni handfarangurstösku. Stærð hennar kann að fara svolítið eftir því um hvaða flugfélag er að ræða en það er um að gera að halda sig við þá stærð sem öll flugfélög geta sætt sig við. - Þú átt margsinnis eftir að þakka sjálfum þér fyrir að hafa ekki tekið meira þegar þú arkar upp þrjár hæðir til að komast í ódýra hótelherbergið þitt; treðst inn í neðanjarðarlestina og síðast en ekki síst lítur ÞÚ mun betur út þegar þú ert bara með eina litla tösku heldur en t.d. nokkrar eða eina níðþunga!