Hvað á að taka með í ferðina? Hvað á að skilja eftir? Hvenær ertu að fara og hvaða hitastigi má búast við? Hvað fara margir og verður farið með flugvél eða skipi?
Mats Henricson hefur dundað við vefsíðuna The Universal Packing List undanfarin 15 ár. Eiginlega mætti kalla síðuna hálfgert gagnasafn. Þar er hægt að setja inn upplýsingar og fá niðurstöður... tillögur um hvað gæti verið hentugt að taka með í ferðina. Listann er síðan hægt að prenta út eða fá í tölvupósti.