Hvaða staðir eru á heimsminjaskrá Unesco? Eftir að Þingvellir komust á heimsminjaskrána 2004 og Surtstey árið 2008 er ekki ólíklegt að einhverjir hafi tekið að velta því fyrir sér hvaða staðir aðrir séu á skránni. Á upplýsingavef heimsminjaskrárinnar eru þessir staðir flokkaðir eftir löndum.
Myndin sem hér fylgir er af Piazza del Duomo í Pisa á Ítalíu, sem komst á heimsminjaskrá Unesco 1987.