Bikely heitir skemmtileg síða þar sem saman koma áhugamenn um hjólreiðar og deila upplýsingum um góðar hjólaleiðir um víða veröld með öðrum.
Hjólreiðar verða sífellt vinsælli, hvort sem er vegna vaxandi áhuga fólks á líkamsrækt, breyttum viðhorfum til umhverfisins eða einfaldlega til gamans. Á Bikely má t.d. leita eftir leiðum eftir löndum og síðan innan héraða. Sem dæmi má nefna að komnar eru 109 upplýsingar um mismunandi hjólaleiðir á Ítalíu, þegar þetta er skrifað.
Til þess að geta "teiknað" upp hjólaleiðir, þ.e. sett leiðina á kort fyrir aðra, þarf að skrá sig sem notanda að þessari ágætu síðu.