Þegar þú ætlar að finna hótel í London er gott að spyrja sig eftirfarandi spurninga:
- Hversu mikið ertu tilbúinn að borga fyrir gistingu?
- Hvar í London er þægilegast að vera miðað við erindið (ráðstefna - leikhús - verslunarferð - annað)?
- Hversu þægilegt er að komast á milli, t.d. flugvallar og hótels?
- Athugaðu að ódýr gisting í úthverfum London kallar oft á meiri kostnað við samgöngur.
Hér á eftir verða talin upp nokkur hótel og íbúðahótel í hverfum miðsvæðis í London. Sum þeirra þekkir Ferðalnagur af eigin raun, önnur eru vel staðsett og fá ágætar umsagnir gesta.