EasyJet Holidays
Við horfum mörg löngunaraugum til sólarlanda eða stuttra borgarferða til að slaka aðeins á í öðru umhverfi. Þó er ekki víst að allir sem vilja geti leyft sér það um þessar mundir. Sumir geta það þó með því að sýna hagsýni og velja sér ódýrari ferðir og ódýrari gistingu.
Það er nefnilega hægt að njóta lífsins þó að rúmfötin á hótelinu séu ekki úr silki eða satíni og veggirnir séu ekki fóðraðir með listaverkum eftir Miro eða Picasso. Með öðrum orðum: Kannski getum við skroppið til sólarlanda án þess að fjárhagurinn fari á hvolf.
Ferðalangur vill benda þeim sem eru í sparnaðarhugleiðingum á að bera saman við íslenskar ferðaskrifstofur það sem nú býðst hjá EasyJet Holidays.
Flestir þekkja lágfargjaldaflugfélagið EasyJet og nú býður það í samstarfi við fleiri ódýrari sólarlandaferðir og borgarferðir þar sem lagt er upp frá fjölmörgum flugvöllum í Bretlandi. Má þar nefna m.a. London Gatwick, Stansted, Manchester, Glasgow og Edinborg. Það getur t.a.m. verið snjallt að sameina sólarlandaferðina og ferð til London eða Glasgow/Edinborgarmeð EasyJet Holidays og slá þannig tvær flugur í einu höggi.
Continue reading "EasyJet Holidays: Ódýrari sólarferðir - ódýrari borgarferðir " »