Lestarferðir innan Evrópu
Gera má ráð fyrir að innan Evrópu verði lestarferðir æ fýsilegri valkostur á næstu árum í stað lággjaldaflugfélaga, sérstaklega á styttri leiðum þar sem fjarlægðin fer ekki mikið yfir 600 - 800 kílómetra. Búið er að taka stór skref varðandi samræmingu stærstu háhraðlestarkerfa Evrópu. Nánar um það á Railteam.eu.
Lestarferðir hafa þann stóra kost að þar þarf ekki að greiða sérstakt farangursgjald, engin 2ja tíma bið á flugvelli áður en farið er út í vél, ekkert vesen við að komast frá flugvelli og inn í borg og óneitanlega afslappaðra að sitja í lest en að vandræðast með vegakortið á bílaleigubíl.