Það hentar ekki öllum að ferðast með lestum. Yngra fólk er trúlega duglegra við það en eldra en kannski snýst málið fyrst og fremst um góða skipulagningu og að hafa ekki of mikinn farangur! Ef spara á gistikostnað þegar ferðast er um Evrópu, er einn möguleiki sá að ferðast með næturlestum af og til ef fara þarf langar vegalengdir á einu bretti.
Í greininni Save money overnight on a train eru gefnar ýmsar ábendingar í þessum efnum varðandi ferðalög í Evrópu.