Spænska verður sífellt vinsælla tungumál meðal Íslendinga og það er freistandi tilhugsun að sameina frí og nám og bregða sér til Spánar að læra spænsku. Ekki er verra að það er Íslendingur sem heldur um taumana í þessu tilviki.
Arna er íslenskur eigandi spænskuskólans Al Andalus í Tarifa á Spáni og býður mörg spennandi námskeið vor, sumar og haust. Sér í lagi er ástæða til að vekja athygli á samsettu námskeiðunum sem skólinn býður, t.d. námskeið í spænsku og matargerð, spænsku og seglbrettaþjálfun og spænsku og dansi svo einhver dæmi séu nefnd.
Tarifa er bær syðst á Spáni við Gíbraltarsundið. Alþjóðlegir flugvelli í nágrenni Tarifa eru t.d. í Jerez, Sevilla og Malaga.
Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Al Andalus en skólinn er líka á Facebook.