Til eru þeir sem vilja sameina það að dvelja erlendis, gjarnan við framandi aðstæður og láta um leið eitthvað gott af sér leiða. Því fylgir margvísleg lífsreynsla og oftar en ekki er það afar góð leið til að kynnast menningu viðkomandi dvalarstaðar.
Áður en slík ferð er farin, þarf þó að íhuga vel hvort fólk er í líkamlegu og andlegu ástandi til að takast e.t.v. á við erfiðar ferðir, framandi og nýtt umhverfi og aðstæður.