Ferðalangur brá sér á jólamarkaði í Þýskalandi fyrir skömmu og rakst þar á skemmtilegan "miðaldajólamarkað" rétt utan við hið svokallaða Súkkulaðisafn í Köln sem stendur rétt við ána Rín. Þar spilaði hljómsveitin Spekulatius (held ég fari rétt með nafnið!) og flutti e.k. miðaldatónlist sem áhorfendur kunnu vel að meta þrátt fyrir sudda og rigningu.