Vinsældir borgarinnar Ljubliana í Slóveníu (íbúar ca. 270.000) hafa aukist mikið á nokkuð skömmum tíma og ef lesendur rýna aftur í tímann, þá er ekki víst að nafnið Ljubljana hafi sagt þeim mikið fyrir aðeins nokkrum árum...
Borgin hefur stundum verið kölluð "Litla Prag" - án mannfjöldans sem í Prag er oft að finna, hæfilega lítil, róleg og einkennist af fallegum, ljósleitum barokkbyggingum. Ef skyggnst er út fyrir miðbæinn má jafnvel sjá fólk að dunda í grænmetisgörðunum sínum í aðeins 300 m fjarlægð frá miðbænum. Og merkilegt nokk... þá þýðir trg á slóvensku torg á íslensku...