Hostal er ekki það sama og hostel. Á Spáni og í nokkrum öðrum spænskumælandi löndum þýðir hostal einfaldlega fjölskyldurekið gistiheimili. Ferðalangur fékk ábendingu um tvö slík, góð og notaleg, í miðborg Madrid, nálægt Prado safninu. Annað þeirra heitir Hostal Sardinero, 16 Calle Prado, í u.þ.b. 7 mín. fjarlægð frá safninu og aðeins 5 mín. gangur til Plaza Santa Ana og Puerta del Sol, hjarta Madridborgar. - Eigendur gisitheimilisins búa sjálfir þarna og vart hægt að hugsa sér betri og vinalegri þjónustu. Allt mjög hreinlegt og öruggt. Í nágrenninu eru síðan góðir veitingastaðir.
Hitt heitir Hostal Jaén einnig á svipuðum slóðum. Það fær mjög góðar umsagnir, er hreint, hljóðlátt og öruggt. Eigendurnir tala ekki ensku en dóttir þeirra hins vegar og þau þykja afar hjálpsöm t.d. með að panta ferðir o.fl. Herbergin eru lítil en að öðru leyti mjög góð. Einnig er boðið upp á litlar íbúðir sem gæti komið sér vel fyrir fjölskyldur.