Það er auðvelt að fljúga á eigin vegum til Barcelona frá London Stansted. Air Berlin og EasyJet fljúga beint til Barcelona og Ryanair flýgur til Girona. Frá Girona er aðeins rúmlega klst. ferð til Barcelona með rútu þar sem farið er út við Passeig Sant Joan.
Nóg er af hótelum á góðu verði t.d. frá Booking.com. Ferðalangur dvaldi í nokkra daga í miðju hverfinu El Raval, skammt frá La Rambla sem er aðalgöngugata Barcelona.
Í El Raval fer fram mikil uppbygging, mikil endurnýjun húsakosts og víða er verið að smíða og gera við hús. Þetta hverfi hafði áður ekkert sérstakt orð á sér, en það er mjög skemmtilegt að því leyti að þarna býr venjulegt fólk - ekki bara túristar... (hversu gáfulega sem það nú hljómar!). Á morgnana heyrðist í frúnum í kring kalla á milli húsa, krakkar léku sér í húsasundum og andrúmsloftið var einkar skemmtilegt.
Barcelona er feikna fjölbreytt borg og þar geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hótel og fjölbreytt gisting í Barcelona