Íslenskir ferðalangar ættu að hafa bak við eyrað að flestar evrópskar
borgir bjóða upp á tjaldstæði einhvers staðar í útjaðri borganna sem
þýðir auðvitað ódýrari gistingu og e.t.v. áhugaverðan möguleika í
leiðinni.
Sumar borgir hafa m.a.s. all nokkur slík tjaldstæði og þó að þau séu gjarnan út við borgarmörkin, þá er yfirleitt auðvelt að taka strætó eða neðanjarðarlest beint inn í borg.